Færsluflokkur: Bloggar
Gleðilegt nýtt ár allir til sjávar og sveita sem komið til með að villast inn á bloggið mitt. Nú er engin skólastúlka bara vinnandi sjúkraliði sem er líka skemmtilegt. Allt gengur að óskum og deildin mín er ekkert nema bara skemmtileg, góður deildarstjóri (enda vinkona mín) frábærar hjúkrunarfræðingar og allt annað starfsfólk og ekki má nú gleyma heimilisfólkinu sem er hvert öðru dásamlegra svo ólík og með mismunandi þarfir. Þó ekki sé nema fyrir sjálfa mig ætla ég nú að reyna að gera betur í blogginu en hingað til. Fer nú á kvöldvakt. kveðja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góðan dag. Nú er algert spennufall því prófum er lokið að eins smá hugsun vel falin hvort ekki hafi náðst lágmarks einkunn. Vona það fyrst kominn er mánudagur. Fer trúlega að vinna á morgun og eitthvað þarf nú að gera fyrir jólin. Annars er ég nú boðin í mat á aðfangadag það held ég að hafi ekki gerst áður í mínu 41 árs hjónabandi, en einhverntíman er allt fyrst. þetta er kannske fyrsta merki um að farið sé að kalla okkur "gömlu hjónin" ég þoli það og er ég er bara ánægð með það. Ég kannske læt vita hvernig fór með prófin. Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sæl til sjávar og sveita. nú er fjör í bæ, verkefnaflutningi lokið bara tveir tímar eftir og svo upplestur fyrir prófin. Hnúturinn farinn úr maganum en tómleikatilfinninga eftir alveg eins og ég hafi misst af lestinni. En ég vona nú að ég hafi náð þessu öllu og því líka sem eftir er. En hvað um það nú er stefnan sett á Iðnó í kvöld að sjá leikrit um efni sem við höfum fjallað mikið um það er samskipti íslendinga við útlendinga. Vonum að það verði gaman. Ég fer þá að hafa mig til. Kveðja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heil og sæl þá er nú aðeins að snúa sér að þessu bloggi mínu. Það hefur verið svo mikið að gera í skólanum að enginn tími hefur verið til að skrifa nokkrar línur. En við allar bekkjarsysturnar notum hverja stund sem gefst til að skrifa og undirbúa flutning á þessari þríþættu ritgerð og það er nú bara töluvert mál fyrir sjúkraliða á sjötugsaldri. En eins og ég og fleiri í þessum hóp höfum veitt athygli þá er verulega farið að halla undan fæti hjá mér, ekki að mér finnist það sjálfri heldur segja fræðin það að eftir sextugt þá daprast heyrn og hvert líffærakerfið á fætur öðru fer að gefa sig og allt er á einn veg. En ég reyni nú að halda mínu striki og held að það gangi svona þokkalega. Jæja best að líta aðeins á ritgerðina eða glærurnar. kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver getur nú gleymt að blogga? Jú ég þessi sauður. Reyni bara að bæta úr því, ætti nú að hafa nægan tíma svona ein. Þetta er svona tími þar sem ekki er tími til neins, því alltaf bíður eitthvað verkefni eftir að komast í prentsmiðju. eða þannig. Ekki hægt að hrósa veðrinu held að allt sé orðið grátt úti það er sosum ekkert skrítið komið fram í nóvember. Fer ekki í skólann fyrr en kl. 10:35 á morgun svo best er að fara að sofa svo eitthvað verði úr morgninum. Er ekki sagt morgunstund gefur gull í mund. Ég kveð þá að sinni. kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er nú svo Pálmi í Bregens og ég á kafi í ritgerðum og verkefnaskilum. nóg að gera en ekki má bloggið verða útundan. Helgin er framundan og mikið að gera basar og kaffisala hjá Barðstrendingafélaginu, það verður nóg að gera. Ég er ekki ennþá orðin svo uppiskroppa með umræðuefni að ég sé farin að ræða um hverjir verði í framboði í vor enda eru ennþá eftir að fara fram prófkjör hjá einhverjum flokkunum. Það kemur örugglega einhverjir góðir fram þar. Hugum að því seinna. kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú er nóg að gera í verkefna smíð það er allt í lagi þetta hefst allt það er kannske mesta brasið við vefsíðuna en við sjáum nú til þetta hefst allt. Pálmi fór í morgun til Bregens ætlar að passa þar um helgina ég læri bara. Vona að ég komist í ræktina á morgun. Kominn háttatími fyrir þá sem fóru á fætur kl. 5 í morgun. Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Margbreytilegri helgi lokið eða um það að ljúka. Það var heilmikið skrall í Glaðheimun eða ég held hann heiti það skemmtistaðurinn í Grafnarholtinu. Hrafnista bauð starfsfólki sínu til gleði sem tókst afar vel. Við vorum mættar þar tvær úr framhaldsnámi sjúkraliða ég frá HR og Herdís frá Víðinesi. Maturinn var góður og ekki síður rauðvínið, sem var í boði Hrafnistu og borið var með og síðan var hægt að kaupa sér þá drykki sem hugurinn stóð til. Á laugardagsmorguninn fórum við í Oddsholt þar var allt með kyrrum kjörum. Í dag var afmæli hjá Ragga mági mínum og voru allir glaðir því hann greinilega naut þess að hafa alla strákana sína tengdadætur og barnabörn í kringum sig og við tengdafólkið hans höldum alltaf að við séum númer eitt svo allir voru mættir. Þar komu einnig gamlir vinnufélagar hans úr Straumsvík. Nú er ég að fara að sjá Mýrina með dóttur minni og börnunum hennar, og hlakka mikið til. kveðja til allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Búin að vera grenjandi rigning í dag í kvöld var næstum slydda. Vonandi betra veður á morgun. Próf í LOL á morgun dálítið stress í gangi. En vonandi að allir fari vel út úr því. Kveðja til allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki veit ég hvernig fer fyrir mér þegar virkilegur vetur skellur á nú er mér svo kalt að helst vil ég bara vefja mig inn í teppi og hreyfa mig ekki þaðan, en það er víst ekki hægt. Er núna að fara í Njörvasund í mat samt er þriðjudagur í dag sem er minn dagur að elda. En alltaf gott að bregða út af vananum. Hlakka til að hitta börnin og fylgjast með hvað þau eru að gera. Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Næsta síða
»