3.10.2006 | 16:41
þriðjudagur
Fórum í tvær heimsóknir í dag. Fyrst fór helmingurinn af hópnum í heimsójkn í Fríðuhús við Austurbrún og hinn helmingurinn í Roðasali en á báðum þessum stöðum eru dagvistir fyrir heilabilað aldrað fólk. Gaman að koma og sjá hvað mikið starf fer þar fram. Síðan eftir hádegi var farið vestur á Landakot og þar tók á móti okkur Ingibjörg Hjaltadóttir sviðsstjóri öldrunarsviðs Lsh. Það var fróðleg og skemmtileg heimsókn. Ok. ég fer þá að elda lærið. kveðja
Athugasemdir
Já nú líst mér á þig ma ! En hvaða flottheit eru þetta, læri á þriðjudegi ?!?! Ég fæ læri ca. einu sinni á ári ?!?!?
Heyri í þér fljótlega,
love,
IP
IP (IP-tala skráð) 4.10.2006 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.