5.10.2006 | 15:25
5. okt
Það gat nú verið að ég gleymdi að blogga, annars voru aðallega tvær ástæður til þess. Aðalástæðan var sú að Daníel minn átti að skrifa ritgerð umfjölskyldugerð og lifnaðarhætti hjá ömmu sinni eða afa þegar þau voru á hans aldri og hann tók viðtal við mig sem ég var mikið upptekin af. En einnig var það að ég komst ekki inn á netið þegar ég reyndi.
Athugasemdir
Það væri gaman að sjá ritgerðina hans Daníels... mundirðu eftir að segja honum að þú lærðir aldrei að hjóla ?!?!
Annars er ég búin að skrá mig hér og ætla að athuga hvort ég geti komið bloggi af stað.
love,
IP
IP, 5.10.2006 kl. 17:01
Jæja ma, nú getum við farið að skrifast á...
mér sýnist þú getir bara smellt á IP hér fyrir neðan og þá lendirðu á síðunni minni.
Júdódaman var að fá galla í dag, frekar flott og ég tek myndir á morgun og set á heimasíðuna... Reyndar fékk hún líka handboltaskó þar sem hún er ákveðin í að æfa í vetur. Ekki þótti verra að skórnir eru sömu gerðar og föðursins.. mikil lukka í gangi.
Prinsinn er eins og hugur manns, en það er ekkert nýtt. Reyndar sterkastur, bestur og flottastur en hva, má hann ekki bara halda það í smá tíma ?? Nógu er nú heimurinn grimmur.
love,
IP
IP, 5.10.2006 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.