Eftir helgi

Ég hélt að ég hefði skrifað í gær en sennilega hef ég gleymt að vist það. En við hjónin fórum um í Oddsholt á föstudaginn í ágætisveðri en kl. 5:30 á laugardagsmorguninn var vægast sagt brostið á óveður. Stormur svo mikill að plastkassinn með stólasessunum fauk út í veður og vind að vísu var nú hægt að smella honum saman aftur, þegar við vorum búin að skríða um allar lóðir í norðvestur átt frá okkur og safna saman öllum hliðum. Borð fauk út á tún og grillið seig út fyrir pall engar skemmdir urðu hjá okkur. En í hverfinu fuku þrjú trambólín og voru tvö þeirra nánast í minnstu einingum eftir flugið, heppni að þau lentu ekki í gluggum einhvers bústaðarins. En helgin liðin og skóli á ný alltaf eitthvað skemmtilegt. Þá er ég nú búin að koma myndum á síðuna vantar samt mynd af einhverjum úr fjölskyldunni ennþá en það kemur. bless til morguns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband