22.10.2006 | 18:23
ný vika
Þá er nú þessari dæmalaust góðviðris helgi að ljúka. Við hjónin fórum í skemmtilega ferð á laugardaginn keyrðum sem leið liggur að Skálholti gegnum Laugarás niður Skeiðin að Þjórsá, stoppuðum við Urriðafoss, sá var nú úfinn og mórauður á litinn. Héldum síðan sem leið á niður með allri Þjórsá að Stokkseyri og Eyrarbakka og til Selfoss. Ég hef ekki áður komið í Gaulverjabæinn eða niður með Þjórsá svo þetta var nýtt fyir mér og svo vorum við svo heppin að veðrið var dásamlegt. Nú hefst svo ný vika með nýjum verkefnum svo best er að fara að læra. Kveðja.
Athugasemdir
En skemmtilegur bíltúr hjá ykkur hjónum !! Geri ráð fyrir að gist hafi verið í Oddsholtinu eða hvað ? Héðan allt gott, bóndinn á Íslandi og ég var að senda pa sms og athuga hvort hann gæti verslað kakósúpu og púðursykur fyrir barnabörnin og sent með tengdasyninum.
Gekk aldeilis vel hjá okkar mönnum um helgina og munaði litlu að Iceman hefði náð að skora sigurmark á síðustu sekúndu en jafntefli var það heillin.
Stelpurnar bíða spennar eftir að fríið byrji á fimmtudaginn, finnst heldur langt í að afi komi svo nærri viku seinna en svona er þetta. Þær byrja aftur í skólanum 6. nóv.
Siggi fær 3 daga frí, núna fimmtudag og svo 1. og 2. nóvember.
Jæja nóg í bili...
IP
IP, 23.10.2006 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.