23.10.2006 | 18:40
skóli
Það er óskaplega sorglegt hvað við þessar gömlu reyndu sjúkraliðar förum illa með kennarana okkar allavegana eru þeir afar heilsulausir. Í dag var bara kennt í einum tíma þeir áttu að vera 5. Svolítið slítandi og einhvernveginn missir maður dálítið mikið flugið. Eins og að vita ekki alveg hvernig maður stendur. Ánnars yfirdrifið af verkefnum og bókum, glærum og efni til að lesa. Mér er kalt á höndunum það er auðfundið að nú er vetur genginn í garð og von á kaldara veðri. Kveðja
Athugasemdir
Sælar. Voðalegt heilsuleysi er á mannskapnum... vonandi hressast nú allir fljótt og vel svo að þið stelpurnar getið haldið áfram að sitja tíma og nema.
Sá að þú hafðir skrifað í gestabókina hjá mér... varðandi heimasíðu...ertu ekki að tala um þessa hérna ? Slóðin hingað til þín er www.jonamunda.blog.is ef þú ert að velta því fyrir þér....
Allt annars ágætt, brotist inn í skólann og leikskólann hjá krökkunum í nótt, einhverju lítilræði stolið skilst mér en skólinn var lokaður í einhverja tíma á meðan fingraför voru tekin og þess háttar. Verður gaman að heyra í stelpunum þegar þær koma heim í dag, örugglega voðalega spennandi allt.
love,
IP
IP, 24.10.2006 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.