29.10.2006 | 18:08
sunnudagur á ný
Margbreytilegri helgi lokið eða um það að ljúka. Það var heilmikið skrall í Glaðheimun eða ég held hann heiti það skemmtistaðurinn í Grafnarholtinu. Hrafnista bauð starfsfólki sínu til gleði sem tókst afar vel. Við vorum mættar þar tvær úr framhaldsnámi sjúkraliða ég frá HR og Herdís frá Víðinesi. Maturinn var góður og ekki síður rauðvínið, sem var í boði Hrafnistu og borið var með og síðan var hægt að kaupa sér þá drykki sem hugurinn stóð til. Á laugardagsmorguninn fórum við í Oddsholt þar var allt með kyrrum kjörum. Í dag var afmæli hjá Ragga mági mínum og voru allir glaðir því hann greinilega naut þess að hafa alla strákana sína tengdadætur og barnabörn í kringum sig og við tengdafólkið hans höldum alltaf að við séum númer eitt svo allir voru mættir. Þar komu einnig gamlir vinnufélagar hans úr Straumsvík. Nú er ég að fara að sjá Mýrina með dóttur minni og börnunum hennar, og hlakka mikið til. kveðja til allra.
Athugasemdir
Hæ skvís !! Greinilega fjörug helgi hjá þér og þínum !! Hér var farið í bíltúr til Lux þar sem börnin nutu þess að leika sér og við svilkonurnar að slúðra. Bræðurnir horfðu bara á fótbolta og sofnuðu í sófanum sér til ánægju og yndisauka. Leikur á morgun við Hard sem eru erkifjendurnir... einmitt Halloween þannig að allir eiga að mæta í fullum skrúða á leikinn... tek krakkana með þannig að þau ættu að hafa gaman af.
bið að heilsa í bili,
IP
IP, 30.10.2006 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.