11.12.2006 | 11:32
prófum lokið
Góðan dag. Nú er algert spennufall því prófum er lokið að eins smá hugsun vel falin hvort ekki hafi náðst lágmarks einkunn. Vona það fyrst kominn er mánudagur. Fer trúlega að vinna á morgun og eitthvað þarf nú að gera fyrir jólin. Annars er ég nú boðin í mat á aðfangadag það held ég að hafi ekki gerst áður í mínu 41 árs hjónabandi, en einhverntíman er allt fyrst. þetta er kannske fyrsta merki um að farið sé að kalla okkur "gömlu hjónin" ég þoli það og er ég er bara ánægð með það. Ég kannske læt vita hvernig fór með prófin. Kveðja
Athugasemdir
Til hamingju með próflok móðir góð. Ekki efast ég um að lágmarkseinkunn hafi náðst... líklega vel það. Hér er verið að undirbúa jólin, já já mín fór og verslaði jólakort áðan og nú er beðið eftir myndum af börnunum til að setja í umslögin og senda af stað...
Hlakka til að koma heim og hitta þig, og auðvitað alla fjölskylduna !!
love,
IP
IP, 12.12.2006 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.